Descartes notendaþjónusta

Íslenskir endurskoðendur hafa komið á fót sérstakri Descartes notendaþjónustu. Descartes er endurskoðunarhugbúnaður sem innleiddur hefur verið hér af landi af nokkrum minni endurskoðunarfyrirtækjum og einyrkjum.

Íslenskir endurskoðendur hafa gert samstarfssamning við Félag löggiltra endurskoðenda þar sem kveðið er um samstarf um þróun hugbúnaðarins og aðstoð við notendur hans hér á landi. Liður í því samstarfi er að Íslenskir endurskoðendur koma á fót upplýsingavef þar sem notendur hugbúnaðarins geta leitað sér aðstoðar og fróðleiks auk þess sem þar verður ýmislegt efni aðgengilegt notendum sem aðstoðar þá við notkun hugbúnaðarins. Einnig munu Íslenskir endurskoðendur standa fyrir námskeiðshaldi í Descartes og taka þátt í árlegri notendaráðstefnu í samstarfi við FLE.

Íslenskir endurskoðendur eru stærsti einstaki notendahópur Descartes endurskoðunarhugbúnaðirins og liggur því vel við að taka að sér verkefnið. Fellur verkefnið vel að markmiðum okkar um að vera leiðandi í þróun fagstéttarinnar og styðja við bak annarra endurskoðenda sem starfa hjá minni endurskoðunarfyrirtækjum eða einir.

Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna hér: Descartes notendaþjónusta