Descartes notendaþjónusta

Íslenskir endurskoðendur ehf bjóða notendum Descartes hér á landi upp á sérhæfða notendaþjónustu. Notendur greiða fast gjald á þriggja mánaða fresti. Með notendagjaldinu fæst eftirfarandi:

  • Aðgangur að sérstökum Descartes upplýsingavef þar sem unnt verður að fá svör við algengum spurningum, nálgast upplýsingar um kerfið, sem hafa verið þýddar og staðfærðar,  skiptast á skoðunum og reynslu við aðra notendur og Descartes sérfræðinga Íslenskra endurskoðenda ehf.
  • Aðgangur að fyrirmyndarviðskiptavinum (template clients) sem hafa verið uppsettir fyrir mismunandi tegundir fyrirtækja og eru miðaðir við íslenskar aðstæður.
  • Aðgangur að Descartes sérfræðingum Íslenskra endurskoeðnda ehf sem aðstoða notendur á staðnum eða í gegn um síma. Virkir notendur fá  20% afslátt af tímagjaldi.

Einnig munu Íslenskir endurskoðendur ehf standa fyrir námskeiðahaldi í notkun hugbúnaðarins og endurskoðunaraðferðum hans.

Notendagjaldið er kr. 7.500, auk virðisaukaskatts, fyrir þriggja mánaða tímabil fyrir hvern notanda.

Til að byrja er markmiðið með notendaþjónustunni að koma upp viðunandi grunni af gögnum og upplýsingum til viðskiptavina. Eftirfarandi er verkefnaáætlun fyrir árið 2011[1]:

  • Uppsetning upplýsingavefs (maí 2011)
  • Hugtakahandbók, listi yfir helstu hugtök með íslenskum þýðingum og tilvísunum í endurskoðunarstaðla (maí 2011)
  • Þýðingar á grunngögnum (master data) (maí 2011)
  • Fyrirmyndarviðskiptarvinur (template client) fyrir lítið fyrirtæki (júní 2011)
  • Fyrirfam uppsettar endurskoðunaraðgerðir (templates) til notkunar við endurskoðun (júní 2011)
  • Notendahandbók á íslensku (haust 2011)
  • Framhaldsnámskeið fyrir Descartes notendur (haust 2011)

Umsjónarmaður Descartes notendaþjónustunnar er Guðni Þ. Gunnarsson, endurskoðandi.

Til að skrá sig til þátttöku í notendaþjónustunni eða fá frekari upplýsingar má senda tölvupóst á netfangið isend@isend.is. Einnig má ná í Guðna í síma 527 8700.

 



[1] Birt með fyrirvara um ásættanlega þátttöku í notendaþjónustunni. Möguleg námskeið eru birt með fyrirvara með þátttöku.