Íslenskir endurskoðendur

Á árinu 2008 voru samþykkt ný lög um endurskoðendur. Með lögunum voru innleiddir alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hér á landi sem gera auknar kröfur til endurskoðunar reikningsskila heldur en áður hefur tíðkast auk aukinna krafna um gæðaeftirlit innan fagstéttarinnar.

Til að mæta þessum auknu kröfum ákváðum við nokkrir endurskoðendur að sameina krafta okkar undir nafni Íslenskra endurskoðenda. Með stofnun félagsins viljum við auka gæði endurskoðunar okkar og tryggja að þær alþjóðlegu kröfur sem til okkar eru gerðar séu uppfylltar.

Íslenskir endurskoðendur urðu við stofnun í ársbyrjun 2011 fimmta stærsta endurskoðunarfyrirtæki landsins í endurskoðendum talið eftir því sem næst verður komist en endurskoðendur félagsins eru 12 talsins og eru starfræktir víðsvegar um land. Þannig hafa Íslenskir endurskoðendur starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri, í Hafnarfirði og á Ísafirði. Höfuðstöðvar félagsins eru að Bæjarhrauni í Hafnarfirði.

Íslenskir endurskoðendur annast endurskoðun reikningsskila og staðfestingu fjárhagsupplýsinga, jafnt fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki, félagasamtök, lífeyrissjóði, sveitarfélög eða aðra aðila. Einnig hefur félagið hug á að stuðla að framþróun fagstéttarinnar hér á landi.

Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins og þjónustuframboð veitir Guðni Þ. Gunnarsson, framkvæmdastjóri í síma 527 8700 eða á netfanginu gudni@isend.is

Gagnsæisskýrsla ársins 2022 er hér: Gagnsæisskýrsla

Upplýsingar um eigendur