Árni Ólafur Hjartarson hefur starfað við endurskoðun og ráðgjöf frá árinu 1999, hjá Deloitte og eigin fyrirtæki. Árni er viðskiptafræðingur.
Bjarki Bjarnason hefur sinn starfsferil að mestu unnið sem löggiltur endurskoðandi en hann öðlaðist löggildingu í endurskoðun 1989. Hann var meðeigandi og framkvæmdastjóri Löggiltra endurskoðanda Vestfjörðum ehf frá árinu 1990 uns hann tók við starfi framkvæmdastjóra Vestmarks ehf árið 2000. Bjarki starfaði sem skrifstofustjóri Fagsýnar ehf árið 2001-2002 og starfaði þar síðar sem skrifstofustjóri hjá félögum í eigu Guðna Jóhannessonari uns hann hóf rekstur eigin endurskoðunarstofu þar í bæ árið 2007,BB Endurskoðun ehf.
Björn Ó. Björgvinsson hefur starfað sem löggiltur endurskoðandi frá árinu 1978 hjá Aðalendurskoðun sf. Hann var varamaður í stjórn FLE árin 1986 - 1987. Björn hefur verið virkur í félagi í Lions hreyfingunni og frímúrarreglunni til fjölda ára. Björn situr í stjórn Íslenskra endurskoðenda. Frá upphafi árs 2013 hefur Björn verið einn af eigendum Íslenskra endurskoðenda Bíldshöfða, þegar það félag var stofnað.
Guðni Þór Gunnarsson hefur starfað við endurskoðun og ráðgjöf frá árinu 2005 hjá eigin fyrirtæki, GÞG endurskoðun og ráðgjöf. Hann starfaði áður á hjá Ernst & Young og Deloitte. Guðni hlaut löggildingu í endurskoðun 2003.
Gunnlaugur Kristinsson öðlaðist löggildingu í endurskoðun árið 2000. Hann starfaði sem endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers hf. á Akureyri árin 2000-2004 en áður hafði hann starfað hjá Sameinuðu endurskoðunarskrifstofunni hf. frá árinu 1995. Hann hefur verið sjálfstætt starfandi sem endurskoðandi hjá GK endurskoðun ehf. á Akureyri frá árinu 2004. Gunnlaugur situr í stjórn Íslenskra endurskoðenda.
Hafsteinn Halldórsson hefur starfað sem endurskoðandi og meðeigandi í Aðalendurskoðun sf í Reykjavík frá 1978 en hann hlaut löggildingu í endurskoðun sama ár. Frá upphafi árs 2013 hefur Hafsteinn verið einn af eigendum Íslenskra endurskoðenda Bíldshöfða, þegar það félag var stofnað.
Jón Örn Gunnlaugsson starfaði hjá Gæða-Endurskoðun ehf frá árinu 2009 en þar áður starfaði hann hjá Pwc hf. Jón Örn kláraði M.Acc nám í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2010. Frá upphafi árs 2013 hefur Jón Örn verið einn af eigendum Íslenskra endurskoðenda Bíldshöfða, þ.e. frá stofnun þess félags.
Jón Örn hefur verið verkefnastjóri við endurskoðun ýmissa félaga og hefur aflað sér ákveðinnar sérþekkingar þegar kemur að ýmiss konar staðfestingarvinnu oþh vegna verkefna sem styrkt eru af Evrópusambandinu.
Magnús G. Benediktsson hefur starfað sem endurskoðandi og meðeigandi Aðalendurskoðunar sf. frá 1985 en hann öðlaðist löggildingu í endurskoðun sama ár. Auk þess var Magnús yfirskoðunarmaður ríkisreiknings 1989-1990. Magnús situr í stjórn FLE frá árinu 2010. Frá upphafi árs 2013 hefur Magnús verið einn af eigendum Íslenskra endurskoðenda Bíldshöfða, þegar það félag var stofnað.
Ómar Kristjánsson hefur starfað sem endurskoðandi á eigin endurskoðunarstofu Endurskoðun Ómars Kristjánssonar í Hafnarfirði frá árinu 1982 en hann hlaut löggildingu í endurskoðun sama ár. Auk þess var hann í stjórn FLE á árunum 2002-2004 og hefur setið í menntunarnefnd FLE frá árinu 2008. Ómar er stjórnarmaður í Íslenskum endurskoðendum.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson starfaði með námi hjá Þorsteini Kjartanssyni og KPMG í Reykjavík. Eftir viðskiptafræðinám starfaði hann hjá Endurskoðun Akureyri hf til 1992. Hann hlaut löggildingu í endurskoðun árið 1993. Hann var skattstjóri í Norðurlandsumdæmi eystra 1992-1995, fjármálastjóri hjá Olíudreifingu hf. 1996-1998, innri endurskoðandi Hf. Eimskipafélags Íslands 1998-2000 en hefur starfað sem sjálfstætt starfandi endurskoðandi í Reykjavík frá 2000 og rekið Gæða-Endurskoðun ehf frá 2002. Sveinbjörn sat í stjórn FLE á árunum 2008-2010. Frá upphafi árs 2013 hefur Sveinbjörn verið einn af eigendum Íslenskra endurskoðenda Bíldshöfða, þegar það félag var stofnað.