Breyting á hluthafahópi

Nú í nóvembermánuði tók Guðni Þ. Gunnarsson endurskoðandi og hluthafi hjá Íslenskum endurskoðendum ehf við starfi framkvæmdastjóra þar sem Sturla Jónsson hætti störfum sínum fyrir félagið og sem hluthafi og hefur Sturla nú hafið störf hjá Grant Thornton endurskoðun ehf og óskum við honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi og þökkum samstarfið.