Endurútreikningur gengistryggðra lána

Gunnlaugur Kristinsson, endurskoðandi
Gunnlaugur Kristinsson, endurskoðandi

Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum á Akureyri hefur skrifað grein um endurútreikning gengistryggða lána og blásið þannig þörfu lífi í þá umræðu. Hafa fjölmiðlar, þingmenn og ýmsir hagsmunaðilar vakið athygli á grein Gunnlaugs.

Greinina skrifaði Gunnlaugur eftir að hafa yfirarið endurútreikninga nokkurra fjármálafyrirtækja og borið þá saman við ákvæði laga. Er það niðurstaða Gunnlaugs að endurútreikningarnir standist mögulega ekki þau lagaákvæði sem um ræðir og að fjármálafyirtækin kunna að ganga á hagsmuni lántakanda með útreikningi sínum.

Grein Gunnlaugs má finna í heild sinni hér: http://www.visir.is/eru-fjarmalafyrirtaekin-visvitandi-ad-hagnast-a-rongum-adferdum-vid-endurutreikning-ologmaetra-lana-/article/2011110328808