ÍSEND aðili að CH International

Íslenskir endurskoðendur eru nú aðilar að alþjóðlegu neti lítilla og meðalstórra endurskoðunarfyrirtækja Clarkson & Hyde International. Þannig hafa Íslenskir endurskoðendur aðgang að sérfræðingum á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattaráðgjafar og fjármálaráðgjafar víðs vegar í nágrannalöndum okkar. Nú eru aðildarfyrirtækin 20 talsins, aðallega í Evrópu, en netið fer ört vaxandi.

Það er von okkar hjá Íslenskum endurskoðendum að samstarfið muni gera okkur betur í stakk búna til að þjónusta viðskiptavini okkar. Nú þegar hefur samstarfið borið ávöxt þar sem leita þarf ráðgjafar fyrir hönd viðskipta okkar erlendis. Einnig kann það að færa okkur ný viðskiptatækifæri frá erlendum aðilum.

Frekari upplýsingar um CH International er að finna á heimasíðu félagsins www.chintorg.com