Nýr eigandi hjá Íslenskum endurskoðendum

Guðni Þór Gunnarsson, endurskoðandi
Guðni Þór Gunnarsson, endurskoðandi

Guðni Þór Gunnarsson bættist í eigandahóp Íslenskra endurskoðenda ehf þann 15. des sl. Eru þá eigendur Íslenskra endurskoðenda ehf orðnir 12 talsins og eru allir löggiltir endurskoðendur.

Guðni hefur starfað við endurskoðun og ráðgjöf frá árinu 2005 hjá eigin fyrirtæki, GÞG endurskoðun og ráðgjöf. Hann starfaði áður á hjá Ernst & Young og Deloitte. Guðni hlaut löggildingu í endurskoðun 2003.

Guðni hefur víðtæka reynslu í reikningsskilum, fjármálum og endurskoðun sem mun vafalaust nýtast félaginu til framdráttar og er Guðni góð viðbót við eigandahópinn. Við bjóðum Guðna velkominn í hópinn.